Þegar þú velur Kährs viðargólf ertu að taka mjög umhverfisvæna ákvörðun – bæði fyrir rýmið sem parketið fer á og plánetuna. Að velja Kährs gólfefni felur í sér grænna og betra val. Kährs er einn af elstu framleiðendum viðarparkets í heiminum – og einnig einn af þeim framsæknustu. Einnig höfum við í gegnum tíðina lagt okkur fram við að finna umhverfisvænustu framleiðsluaðferðir sem í boði eru. Síðastliðna öld hafa margar af okkar uppfinningum gjörbreytt framleiðslu á viðargólfefnum um allan heim. 

Allan þennan tíma hefur okkur sífellt tekist að fanga náttúrulega fegurð og tjáningu viðarins. Við sameinum náttúrulega fegurð og nýjustu tækni til að framleiða umhverfisvænt parket í hæsta gæðaflokki. Með því að nota ekta við, umhverfisvænasta byggingarefnið, erum við að stuðla að gróðursetningu nýs skóglendis og jafnframt að huga að umhverfinu í öllum þrepum framleiðslunnar. Við tryggjum það að okkar framleiðsla mun hafa jákvæð umhverfisleg áhrif fyrir komandi kynslóðir.

Við sameinum eðli hans og framsækna nýsköpun til að vera leiðandi í hönnun og framleiðslu á sjálfbæru viðargólfefni í hæsta gæðaflokki. Með því að nota við – grænasta byggingarefni sem völ er á – styður Kährs við bakið á endurræktun skóga og tekur tillit til umhverfisins í hverju skrefi ferlisins. Við tryggjum að við látum okkar af hendi rakna til að kynslóðir framtíðar njóti velferðar.

Viður

Viðargólf eru hlý viðkomu á köldum dögum og þægilega svöl á heitum dögum, þökk sé uppbyggingu frumna trjánna. Viður var hannaður af náttúrunni sem frábær einangrari með þúsundir lofthólfa á hvern fersentimetra. 

Staðreyndin er sú að viður einangrar sjö sinnum betur en keramikflísar og er mun hlýrri viðkomu en lagskipt plast eða þunn vínylgólfefni. Náttúrulega.

Byggingarefni framtíðarinnar

Margir arkitektar og hönnuðir fullyrða að viður sé byggingarefni framtíðarinnar. Fyrir því eru margar ástæður. Sú mikilvægasta er að sjálfsögðu sú að hann er umhverfisvænni en flest önnur byggingarefni. Viður gegnir mikilvægu hlutverki í að sporna gegn loftslagsbreytingum. Samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins myndi aukin notkun viðarafurða örva ræktun nýrra skóga og draga úr losun koltvísýrings.

Það eru ýmsar aðrar ástæður fyrir því af hverju viður er fyrsta val fagmanna. Það er í raun náttúrulögmál að viðargólf eru hlýrri viðkomu – en þau mýkja líka rými eins og þau leggja sig og tákna hlýleika í tæknivæddum heimi. 

Engin teppi úr gerviefnum, vínyl- eða plastgólf

geta keppt við anda viðarins, hvorki þegar kemur að áþreifanlegum eiginleikum hans né tilfinningu.

Sjálfbær skógrækt

Kährs á í nánu samstarfi við skógræktaryfirvöld og frjáls félagasamtök til að stuðla að sjálfbærum skógræktarafurðum fyrir komandi kynslóðir.

Í Svíþjóð – þaðan sem við kaupum stærstan hluta hráefnis okkar – hafa skógar 60% meira af nýtilegum við en fyrir 100 árum síðan, á meðan skógar í Evrópu stækka árlega um 6.000 km2 að meðaltali.

Stuðlar að heilsusamlegu hita- og rakastigi innanhúss.

Meðal helstu kosta viðar í samanburði við önnur byggingarefni eru yfirburðastyrkur hans í hlutfalli við þyngd, hvað mögulegt er að vinna með hann á fjölbreyttan hátt, endurnýjanlegir eiginleikar hans og auðvelt aðgengi. Hann stuðlar einnig að góðum aðstæðum á framkvæmdastað, er sveigjanlegur og gefur hönnuðum mikið svigrúm til frelsis. Auk þess hafa jákvæð áhrif viðar á loftið innandyra verið vísindalega sönnuð. 

Evrópska rannsóknarverkefnið Wood2New, sem komst á laggirnar í febrúar 2017, sýndi meðal annars fram á að viður jafnar út rakastig innandyra. Þegar við förum til dæmis í sturtu eða eldum mat á helluborði eykur það rakastig innandyra. Viður gleypir rakann í sig og síðar, þegar loftið verður þurrara, gefur hann frá sér raka. Þetta ferli hefur verið rannsakað með hitamyndavél.

 

Framleiðsla

Í gegnum tíðina hefur Kährs kynnt til sögunnar fjölda nýjunga á sviði gólfefna og framleiðslu sem hafa auðveldað ábyrgari græna framleiðslu. 

Við keppumst að því að finna nýjar leiðir til að minnka áhrif okkar á náttúruna með tilliti til loftgæða, vatnslosunar og hávaðastjórnunar, starfsmönnum okkar til góða, nágrönnum og loftslaginu.

Hér eru nokkur dæmi um þessa starfsemi:

- Árið 1984 varð Kährs fyrsti viðargólfefnaframleiðandinn til að nota vatnsþynnanlegt lakk til að minnka útblástur.

- Við höfum þróað leiðir í aðalverksmiðju okkar í Nybro sem koma í veg fyrir að nokkuð fari til spillis. Hluta bjálkanna sem við getum ekki notað í gólfefnaframleiðslu er breytt í lífeldsneyti. 

Allir viðarafgangar okkar, svo sem börkur, sag og viðarspænir, fara til orkufyrirtækis á staðnum. Um 6.150 sænsk heimili njóta árlega hlýju frá viðarafgöngunum okkar.

- Vatnshreinsunarverkefni á lóð Kährs í Nybro hafa gefið af sér fimm alþjóðlegar doktorsgráður við Linnaeus-háskólann – og nýtt vatnshreinsiver sem tekið var í notkun árið 2016. Umfram allt hefur þetta gefið mikilvæga vitneskju um það hvernig gróður getur hreinsað vatn frá viðarframleiðslu um allan heim á náttúrulegan, áhrifaríkan og ódýran hátt. Rannsakað var annars vegar vatn sem kemst í snertingu við hráefni eða afurð í verksmiðjunni og hins vegar skolvökvi frá áveitu og viðarstöflum. Hugsanlegt er að nota megi þessa aðferð í öðrum iðnaði víðs vegar um heiminn í framtíðinni.

 

Vara

Kährs býður upp á hundruð ólíkra gólfefna – frá eins stafs til þriggja stafa, frá ljósu að dökku, úr mismunandi viðartegundum og með ýmissi yfirborðsmeðhöndlun. 

Metnaður okkar liggur í því að bjóða upp á fallegustu, nýstárlegustu og hagnýtustu viðargólfefni í heimi. Hann liggur einnig í því að þróa sífellt nýjar aðferðir við að gera gólfefnin okkar jafnvel enn sjálfbærari.

Fundum upp grænna viðargólf

Á meðal atburða í sögu okkar um grænar uppfinningar er nútímaviðargólfefnið, lagskipta parketið, árið 1941. Þessi samsetningaraðferð gerir það mögulegt að hráefnið sé notað á umhverfisvænni hátt en þegar um er að ræða gegnheilt viðargólfefni. Þar sem kjarnalagið fæst úr hraðvaxta eða endurnýttum við er minna gengið á náttúruauðlindir. 

Enn þann dag í dag er þetta hefðbundin samsetningaraðferð flestra gólfefnaframleiðenda heims. Þar sem viður er náttúrulegt efni hafa breytingar í lofti áhrif á hann, þ.e. hann þenst út í miklum raka og dregst saman í litlum raka. Lagskipt uppbygging Kährs minnkar einnig þessa hreyfingu til muna. Úr verður rétt jafnvægi milli laga – yfirborðslags, kjarnalags og undirlags – og tryggir að gólfið helst stöðugt í öllum aðstæðum.

Kynntum límlausu viðarlæsinguna

Árið 1999 varð Kährs fyrsti viðargólfefnaframleiðandi heims til að kynna límlausu viðarlæsinguna – hið hugvitssamlega Woodloc® kerfi sem bylti viðargólfefnamarkaðnum með því að gera mögulegt að læsa þjölum saman án þess að nota lím.

Við keppumst einnig ávallt að því að finna umhverfisvænustu litunarefni og lakk, laus við leysiefni. Og yfirborðin okkar er auðvelt að þrífa og viðhalda án sterkra efna.