Gólfhiti hentar vel með viðargólfefninu okkar. Hér finnurðu ráð til að velja gólfhita fyrir viðargólfefnið þitt.

Gólfhiti hentar vel með viðargólfefni

Í dag er gólfhiti oft notaður með viðargólfefnum enda virkar það vel saman. Hægt er að nota bæði gólfhita með rafmagni og heitu vatni með Kährs harðviðargólfefnum. Það er aftur á móti afar mikilvægt að þú farir eftir bæði sérstökum leiðbeiningum okkar um lagningu sem og leiðbeiningum og meðmælum frá söluaðila gólfhitakerfisins. Ef lögnin er rétt færðu fallegt og endingargott viðargólf sem er einnig þægilega heitt. Hér finnurðu leiðbeiningar og ráð um hvað skal hafa í huga þegar þú velur gólfhita fyrir harðviðargólfið þitt.

Hitastig yfirborðsins.

Yfirborðshiti gólfsins má aldrei fara yfir 27°C. Þetta á einnig við um svæði nálægt miðstöðvarofnum og hitöldum, undir húsgögnum og teppum o.s.frv. Með góðri uppröðun húsgagna og með því að forðast að nota ekki of mörg eða þykk teppi er mögulegt að ná 23°C hita á öllu gólfinu ef herbergishitinn er í kringum 21°C. Auðvitað er það að því gefnu að herbergið krefjist venjulegrar upphitunar. Það þýðir að þéttingar, einangrun, gluggar o.s.frv. verða að vera af stöðluðum gæðum. Grípa skal til sérstakra varúðarráðstafana til að tryggja að hitastig inntaksvatnins fari aldrei yfir hámarkshitastigið og að rétt sé farið eftir leiðbeiningum um lagningu frá söluaðila hitunarkerfisins.

Viðkvæmt fyrir raka

Gólf með gólfhita eru viðkvæmari fyrir raka en önnur. Það er vegna þess að munurinn á rakastigi þurrustu og rökustu hluta gólfsins eykst með tímanum. Gólfhiti getur valdið því að gólfið þornar mjög mikið, sem fær viðinn til að dragast saman. Í köldu og þurru loftslagi má búast við að sjá bil á milli stafa og örlítið íhvolfar fjalir öðru hverju. Við mælum með Kährs Original 15 mm parketgólfi eðaKährs Linnea 7 mm með Woodloc® eða Woodloc® 5S samskeytum fyrir gólf með gólfhita. Bæði Kährs Original og Kährs Linnea draga úr hættunni á því að bil myndist milli stafa.

Það er vert að hafa í huga að parketgólf úr birkivið og hörðum hlyn þenjast út og dragast meira saman en úr öðrum viðartegundum og því er ekki mælt með að nota þau þar sem gólfhiti er. Kährs Grande Collection hentar heldur ekki með gólfhita.

Lögn á gólfhita

Viðargólfið verður að vera lagt nálægt undirlaginu og án nokkurs loftbils, þar sem loftbil geta valdið því að viðurinn þorni mjög hratt.

Þegar gólf er lagt yfir gólfhitalykkjur ætti vinnuhitinn að vera minnst 18°C. Þetta á við um fjalir, undirlag og herbergishita. Rakastig loftsins verður að vera á milli 30 og 60% fyrir, á meðan og eftir að gólfið er lagt.

Mælt er með að nota pappa sem millilag, þar sem pólýetýlenplast og korkur hafa hærra hitaviðnám.

Sérstakar kröfur þegar gólfhiti er lagður

  • Gólfið verður að vera með hitadreifandi lagi sem er þess valdandi að allt yfirborð gólfsins er jafnheitt til þess að koma í veg fyrir háan hita á vissum stöðum.
  • Það verður að vera hægt að stýra og takmarka yfirborðshitann af mikilli nákvæmni.
  • Allt gólfið verður að vera hitað. Þetta á hins vegar ekki við um þægindahitunarkerfi, sem eru viðbót við venjulega upphitun. Ef um slíkt er að ræða ætti hitastigið að vera talsvert lægra en 27°C.
  • Hið lagða gólfefni - þar á meðal millilagið - verður að hafa lágt hitaviðnám.
  • Leggja verður rakahindrun í gólfið og hafa hana eins nálægt viðargólfinu og hægt er. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa rakahindrunina nálægt viðargólfinu ef gólfbitarnir eru þykkir eða þungir. Undir engum kringumstæðum má setja rakahindrunina þeim megin þar sem gólfbitarnir eru ekki.