Ákvæði og skilmálar fyrir notkun á vefsvæði Kährs

Vinsamlegast lestu eftirfarandi ákvæði og skilmála áður en þú notar vefsvæði AB Gustaf Kähr („Kährs“). Með því að opna og nota þetta vefsvæði viðurkennir þú að hafa lesið, skilið og samþykkt að fylgja ákvæðunum og skilmálunum í þessum samningi (Samningur).

Kährs kann að breyta þessum ákvæðum og skilmálum hvenær sem er. Áframhaldandi notkun þín á þessu vefsvæði felur í sér samþykki þitt á uppgefnum ákvæðum og skilmálum þegar þú notar það. Þú ættir að heimsækja þessa síðu áður en þú notar þetta vefsvæði til að kynna þér núverandi ákvæði og skilmála sem þú ert bundin(n) af.

Persónuvernd

Kährs safnar upplýsingum um notendur þessa vefsvæðis. Söfnun þessara upplýsinga lýtur persónuverndarstefnu Kährs á netinu. 

Sýnishornaþjónusta og skráning á persónuupplýsingum 
Auðkenni og vörumerki fyrirtækis 
Höfundarréttur
Eignarréttur á efni 
Afsal ábyrgðar 
Takmörkun skaðabótaábyrgðar 
Bætur 
Gildandi lög 
Afsal/uppsögn 
Réttur áskilinn 
Persónuverndarstefna á netinu
Upplýsingar sem við söfnum og hvernig við notum þær 
Tilkynning um breytingar 
Sérstök stefna varðandi upplýsingar frá börnum yngri en 15 ára 
Valkostir varðandi notkun á upplýsingunum þínum
Öryggi 
Samskiptaupplýsingar

Sýnishornaþjónusta og skráning á persónuupplýsingum

Sýnishornaþjónustan okkar er ætluð fyrir hönnunaraðila og tilgreint fagfólk í atvinnustarfsemi. Upplýsingar um verkefni gera okkur kleift að staðfesta beiðnina þína. Þetta er nauðsynlegt skref svo við getum haldið áfram að bjóða tilgreindu samfélagi okkar upp á þessa gjaldfrjálsu þjónustu.

Þú samþykkir að veita sannar og réttar upplýsingar þegar þú pantar sýnishorn. Ef þú veitir einhverjar upplýsingar sem eru ósannar, rangar eða ófullnægjandi áskilur Kährs sér rétt til að stöðva notkun þína á allri þjónustu sem boðið er upp á í gegnum þetta vefsvæði.

Ef verkefnið þitt er ekki bygging eða endurbygging í viðskiptalegum tilgangi biðjum við þig um að nota neytendavefsvæðið okkar til að finna söluaðila nálægt þér. Pantanir sem eru ekki í viðskiptalegum tilgangi verða ekki afgreiddar frá þessu vefsvæði.

Auðkenni og vörumerki fyrirtækis
Öll skráð og/eða óskráð vörumerki og/eða þjónustumerki sem notuð eru eða vísað er til á vefsvæðinu eru eign Kährs og/eða tengdra fyrirtækja, nema annað sé tekið fram. Þú mátt ekki nota, afrita, endurgera, endurbirta, hlaða upp, birta, senda, dreifa eða breyta þessum merkjum með nokkrum hætti án þess að skriflegt samþykki Kährs liggi fyrir.

Höfundarréttur
Allt efni á þessu vefsvæði er höfundarréttarvarið nema þar sem annað er sérstaklega tekið fram. © 2008 Kährs. Allur réttur áskilinn.

Eignarréttur á efni
Þú viðurkennir og samþykkir að efni, þar á meðal en ekki takmarkað við texta, hugbúnað, tónlist, hljóð, ljósmyndir, myndskeið, grafík eða annað efni á þessari vefsvæði, í auglýsingum eða öðrum upplýsingum sem birtar eru þér („Efni“) er varið af höfundarrétti, vörumerkjum, þjónustumerkjum, einkaleyfum eða öðrum lögum og reglum um eignarrétt.

Kährs veitir þér leyfi til að afrita rafrænt og prenta hluta af vefsvæðinu fyrir persónuleg not. Aftur á móti heldur Kährs höfundarrétti á öllu slíku efni. Þú skilur og samþykkir að þér sé aðeins heimilt að nota þetta efni eins og þessi samningur leyfir og megir ekki afrita, endurgera, dreifa eða búa til afleidd verk úr þessu Efni án þess að samþykki Kährs liggi fyrir. 

Efst á síðu

Afsal ábyrgðar
Kährs ábyrgist að engu leyti að þetta vefsvæði uppfylli kröfur þínar eða að það verði ótruflað, tímanlegt, öruggt eða laust við villur; né heldur ábyrgist Kährs neinar niðurstöður sem má fá með notkun á þessu vefsvæði eða nákvæmi eða áreiðanleika nokkurra upplýsinga sem fengnar eru í gegnum þetta vefsvæði. ÞÚ SKILUR OG SAMÞYKKIR AÐ ALLT EFNI SEM ER SÓTT EÐA FENGIÐ MEÐ ÖÐRUM HÆTTI Í GEGNUM NOTKUN Á ÞESSU VEFSVÆÐI ER GERT Á ÞÍNA ÁBYRGÐ OG AÐ ÞÚ BERÐ ALLA ÁBYRGÐ Á SKEMMDUM Á TÖLVUKERFI ÞÍNU EÐA GAGNATAPI AF VÖLDUM ÞESS AÐ SÆKJA SLÍKT EFNI.

NEMA ANNAÐ SÉ TEKIÐ SKÝRT FRAM VEITIR KÄHRS ÞETTA EFNI Á VEFSVÆÐINU „EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR“ OG ÁN ALLRAR ÁBYRGÐAR, HVORT SEM HÚN ER BEIN EÐA ÓBEINT, AÐ ÞVÍ MARKI SEM LÖG LEYFA. ÞETTA FELUR Í SÉR ÓBEINA ÁBYRGÐ Á SÖLUHÆFNI, HELGI EIGNARRÉTTAR OG TILTEKNU NOTAGILDI. UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM SKAL KÄHRS EÐA BIRGJAR ÞESS BERA BÓTAÁBYRGÐ AF NOKKRU TAGI (Þ.M.T. EN EKKI BUNDIÐ VIÐ HAGNAÐARMISSI, TRUFLANIR Í REKSTRI EÐA UPPLÝSINGAMISSI) AF VÖLDUM NOTKUNAR EÐA ÞESS AÐ EKKI ER HÆGT AÐ NOTA EFNI VEFSVÆÐISINS, JAFNVEL ÞÓTT KÄHRS HAFI VERIÐ TILKYNNT UM MÖGULEIKANN Á SLÍKU TJÓNI.

ATH.: Innan sumra lögsagna kunna útilokanir eða takmarkanir á skaðabótaábyrgð vegna tilfallandi eða afleiddra tjóna ekki að vera leyfilegar og því er ekki víst að ofangreindar útilokanir gildi fyrir þig.

Takmörkun skaðabótaábyrgðar
Kährs gerir sitt besta til að birta réttar upplýsingar á þessu vefsvæði. Engu að síður skilur þú og samþykkir að Kährs skuli ekki bera skaðabótaábyrgð vegna nokkurra skemmda eða tjóns (sem er beint, óbeint, í refsivert, raunverulegt, afleitt, tilfallandi, sérstakt, undanskilið eða annað) af völdum nokkurrar notkunar á þessu vefsvæði, eða af því að geta ekki notað vefsvæðið, eða af völdum villna eða úrfellinga í efni þessa vefsvæðis, óháð því á hvaða grundvelli farið er fram á skaðabótaábyrgðina, jafnvel þótt Kährs hafi verið tilkynnt um möguleikann á slíkum skemmdum eða tjóni. Þetta felur í sér bætur vegna vanrækslu eða grófrar vanrækslu.

ATH.: Innan sumra lögsagna kunna útilokanir eða takmarkanir á skaðabótaábyrgð vegna tilfallandi eða afleiddra tjóna ekki að vera leyfilegar og því er ekki víst að ofangreindar útilokanir gildi fyrir þig.

Bætur
Þú samþykkir, á eigin kostnað, að tryggja, verja og votta um skaðleysi Kährs, yfirmanna þess, stjórnenda, starfsmanna, umboðsmanna, samstarfsaðila, dreifingaraðila og leyfishafa gagnvart öllum dómum, tjónum, bilunum, skemmdum, ábyrgðum, kostnaði og útgjöldum (þar á meðal eðlilegum lögfræðikostnaði) sem fellur á í tengslum við eða sem rekja má til nokkurrar kröfu, heimtingar, málsóknar, aðgerðar eða málareksturs sem rekja má til þessa samnings eða í tengslum við notkun þína á þessu vefsvæði eða nokkra vöru eða þjónustu sem tengist því. 

Efst á síðu

Gildandi lög
Sænsk lög skulu gilda um þennan samning og sambandið milli þín og Kährs og skal það túlkað samkvæmt þeim án tillits til þess að það stangist á við lagaákvæði. Allan ágreining eða kröfur sem tilkomnar eru vegna eða eru í tengslum við þennan samning eða notkun á þessu vefsvæði og því efni sem finna má á þessu vefsvæði skal leysa fyrir sænskum dómstólum. Þú samþykkir að lúta að öllu leyti lögsögu sænskra dómstóla og afsala þér öllum mótbárum sem varða lögsögu, varnarþing eða óhentugan vettvang vegna ágreinings sem tilkominn er vegna, í tengslum við eða sem lýtur að þessa notkunarskilmálum og/eða vefsvæðinu eða þar sem þessir skilmálar eru á meðal málsgagna. Þú samþykkir, burtséð frá allri löggjöf eða lögum um annað, að allar kröfur eða málsástæður sem tilkomnar eru vegna eða í tengslum við þennan samning verði að leggja fram innan eins (1) árs eftir að slíkar kröfur eða málsástæður eru tilkomnar, en annars verði þeim varanlega hafnað.

Afsal/uppsögn
Afsal hvors aðila sem er á broti eða rétti samkvæmt þessum samningi telst ekki vera afsal á neinu síðara broti eða rétti. Ef einhver ákvæði þessa samnings teljast ógild eða ófullnustuhæf af dómstóli sem hefur til þess lögsögu skal það ákvæði slitið frá samningnum, sem annars heldur fullu gildi.

Réttur áskilinn
Allur réttur sem ekki er veittur berum orðum hér er áskilinn.

Persónuverndarstefna á netinu
Stefna Kährs er að uppfylla ströngustu siðferðisleg skilyrði fyrir hvern gest á vefsvæði okkar. Þegar þú skráir þig á vefsvæði Kährs Web reynum við að virða einkalíf þitt. Í þessari persónuverndarstefnu er útskýrt hvernig við meðhöndlum upplýsingar sem við fáum frá þér og komumst yfir um þig þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar, þar á meðal:

* Upplýsingarnar sem við söfnum;

* Valkostirnir sem standa þér til boða varðandi hvernig upplýsingarnar eru notaðar og til hverra þeim er dreift;

* Réttindi þín til að fá aðgang að og leiðrétta eða uppfæra persónugreinanlegar upplýsingar þínar; og

* Loforð okkar um að hafa hæfilegar öryggisráðstafanir til staðar til verndar gegn tapi, misnotkun eða breytingum á upplýsingum undir okkar stjórn.

Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir um persónuverndarstefnu Kährs skaltu hafa samband við okkur hér. 

Efst á síðu

IUpplýsingar sem við söfnum og hvernig við notum þær
Kährs safnar tvenns konar upplýsingum um þig þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar: persónulegum upplýsingum (þar á meðal, svo aðeins dæmi sé tekið, nafn þitt, heimilisfang, símanúmer og netfang) og ópersónulegum safnupplýsingum (eins og upplýsingar um síðurnar á vefsvæðinu okkar sem þú hefur heimsótt og IP-vistfangið þitt).

1. Persónugreinanlegar upplýsingar - Það sem við söfnum

Einu persónugreinannlegu upplýsingarnar sem við söfnum og geymum um þig eru þær upplýsingar sem þú kýst að veita okkur.

Tölvupóstur
Við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig þegar þú sendir okkur tölvupóst. Við notum þessar upplýsingar til að svara tölvupóstinum þínum. Við kunnum einnig að nota upplýsingarnar til að senda þér tilkynningar um þjónustu okkar.

Happdrætti og keppnir
Öðru hverju kunnum við að biðja þig um upplýsingar í tengslum við happdrætti og keppnir sem við bjóðum upp á á vefsvæðinu okkar. Þátttaka í þessum happdrættum og keppnum er algjörlega valfrjáls; þú ræður hvort þú lætur af hendi þessar upplýsingar. Á meðal upplýsinga sem við biðjum um kunna að vera samskiptaupplýsingar (eins og nafn og heimilisfang viðtakanda) og lýðfræðilegar upplýsingar (eins og póstnúmer, aldurshópur). Samskiptaupplýsingar verða notaðar til að tilkynna sigurvegurum og veita verðlaun.

Kährs kann að standa að happdrættum og keppnum með öðrum fyrirtækjum og í þeim tilfellum er líklegt að samskipta- og lýðfræðilegum upplýsingum einstaklinga verði deilt með þeim fyrirtækjum. Við förum fram á það við fyrirtækin að þau tryggi vernd upplýsinga skráðu aðilanna.

Engu að síður vekjum við athygli á að við berum ekki ábyrgð á persónuverndarvinnubrögðum annarra vefsvæða. Við hvetjum notendur okkar til að lesa persónuverndaryfirlýsingu hvers einasta vefsvæðis sem þeir heimsækja. Þessi yfirlýsing um persónuvernd á eingöngu við um upplýsingar sem safnað er þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar.

Samstarfsaðilar/fagaðilar
Samstarfsaðilar og fagaðilar sem biðja um aðgang að svæðum með sérsniðnu efni á þessu vefsvæði gætu þurft að veita upplýsingar til að bera kennsl á þá, til dæmis þegar þeir biðja um sýnishorn. 

Efst á síðu

2. Upplýsingunum þínum deilt
Við kunnum að deila persónugreinanlegum upplýsingum um þig með fyrirtækjum innan Kährs-fyrirtækjasamstæðunnar, þar á meðal dótturfélögum, samstarfsaðilum og þjónustuveitendum.

Við notum utanaðkomandi flutningafyrirtæki til að flytja allar viðskiptapantanir, sem og allar eins dags sendingar fyrir neytendapantanir. Ef þú pantar frá okkur deilum við persónugreinanlegum upplýsingum um þig með þessum fyrirtækjum til að uppfylla pöntunina þína.

Utanaðkomandi fyrirtæki bregðst við beiðnum um viðbótarupplýsingar um vörur okkar. Við deilum persónugreinanlegum upplýsingum um þig með slíkum fyrirtækjum til að bregðast við beiðninni þinni.

3. Ópersónugreinanlegar upplýsingar: Það sem við söfnum
Við söfnum og notum ópersónugreinanlegar upplýsingar um þig með eftirfarandi hætti:

Vafrakökur
Við viss tilefni í heimsókn þinni á Kährs-vefsvæðið kann vefþjónninn okkar að senda „vafrakökuskrá“ í tölvuna þína. Vafrinn þinn kann að biðja þig um að samþykkja þessa skrá nema þú hafir stillt vafrann þinn á að samþykkja allar vafrakökur sjálfkrafa. Vafrakökur eru fyrst og fremst notaðar sem þjónusta við viðskiptavini okkar, til að bæta virkni og viðbrögð Kährs-vefsvæðisins. Við kunnum að tengja vafrakökuupplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar sem þú veitir okkur.

Aðrar ópersónugreinanlegar upplýsingar
Kährs-vefsvæðið kann að safna ópersónugreinanlegum upplýsingum meðan á heimsókn þinni stendur, svo sem um tegund vafra, stýrikerfi, lénsheiti eða IP-vistfang. IP-vistfang er tala sem tölvunni þinni er sjálfkrafa úthlutað hvenær sem þú vafrar um netið. Vefþjónar -- stóru tölvurnar sem „bjóða“ upp á vefsíður -- bera sjálfkrafa kennsl á tövuna þína út frá IP-vistfanginu. Þegar þú heimsækir síður á vefsvæði Kährs skrá þjónarnir okkar IP-vistfangið þitt. Við tengum ekki IP-vistföng við neinar persónugreinanlegar upplýsingar. Það þýðir að lotan þín er skráð, en við vitum ekki hver þú ert. Upplýsingar um IP-vistfang eru aðeins notaðar til að bæta þjónustu Kährs-vefsvæðisins, og er svo fleygt að lokinni hverri lotu á vefsvæðinu okkar.

Kährs safnar einnig upplýsingum í gegnum „tilvísanir“ og ýmsar umhverfislegar breytur. „Tilvísun“ er upplýsingar sem vafrinn sendir vefþjóni Kährs sem vísar til vefslóðarinnar sem þú komst frá. Á meðal „umhverfislegra breyta“ eru, meðal annars, lénið sem þú notar til að fá aðgang að internetinu, hvenær þú opnaðir vefsvæðið okkar, tegund vafra og stýrikerfis eða verkvangs sem var notðaur, vefffang vefsvæðisins sem þú fórst frá til að heimsækja Kährs, heiti síðna sem þú heimsækir á vefsvæðinu okkar og veffang vefsvæðisins sem þú heimsækir næst. Við söfnum öllum þessum upplýsingum til að gera okkur kleift að greina almennar lýðfræðilegar sveiflur, til að veita upplýsingar sem sérsniðnar eru fyrir þig og til að bæta upplifun þína á vefsvæði Kährs. Kährs kann að geyma „tilvísunarupplýsingar“ í takmarkaðan tíma áður en þeim er eytt. 

Efst á síðu

Persónusnið
Til að hjálpa okkur að bæta vefsvæðið okkar og tryggja að við gerum okkar besta til að veita þér upplýsingar og tilboð sem vekja áhuga þinn kunnum við að sameina persónugreinanlegar upplýsingar um þig við smellistraumsgögn og önnur gögn sem við höfum (þar á meðal vefkökur og gögn án nettengingar). Við tilkynnum þér um þetta, auk þess að veita þér tækifæri til að hafna því, þegar og þar sem upplýsingasöfnunin fer fram og áður en gögn eru skráð í kerfið okkar.

Við kunnum einnig að búa til ópersónugreinanlegt persónusnið um þig byggt á þeim síðum sem þú heimsækir á vefsvæðinu okkar.

4. Tenglar
Þetta vefsvæði kann að innihalda tengla á önnur vefsvæði. Við vekjum athygli á að við berum ekki ábyrgð á persónuverndarvinnubrögðum annarra vefsvæða. Við hvetjum notendur okkar til að lesa persónuverndaryfirlýsingu hvers einasta vefsvæðis sem þeir heimsækja. Þessi yfirlýsing um persónuvernd á eingöngu við um upplýsingar sem safnað er þegar þú heimsækir vefsvæðið okkar.

Tilkynning um breytingar
Ef við ákveðum að breyta persónuverndarstefnu okkar birtum við þær breytingar á vefsvæðinu okkar svo þú vitir alltaf hvaða upplýsingum við söfnum og hvernig við notum og við hvaða kringumstæður við birtum þær. Við notum upplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnuna sem þeim var safnað samkvæmt.

Sérstök stefna varðandi upplýsingar frá börnum yngri en 15 ára
Þetta vefsvæði er ekki miðað að börnum yngri en 15 ára, og við biðjum ekki vísvitandi um persónugreinanlegar upplýsingar frá neinu barni yngra en 15 ára án samþykkis foreldris. Þegar við fáum slíkar upplýsingar eyðum við þeim um leið og það uppgötvast og hvorki notum þær né deilum þeim með þriðju aðilum.

Valkostir varðandi notkun á upplýsingunum þínum
Kährs veitir eftirfarandi valkosti varðandi notkun á upplýsingunum þínum.

* Þú getur stillt vafrann þinn á að hafna vefkökum og eyða vefkökum sem þegar hafa verið settar á harða diskinn þinn. Ef þú gerir það takmarkar það hins vegar getu þína til að skoða þetta vefsvæði.

* Þú getur valið að veita okkur engar samskiptaupplýsingar.

* Þú getur beðið okkur um að hafa umsjón með samskiptastöðu þinni eða láta fjarlægja þig af póstlistum okkar.

* Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingar þínar eða aðrar upplýsingar þínar séu sameinaðar vefkökuupplýsingum og öðrum upplýsingum ættirðu ekki að nota vefsvæði Kährs.

*Ef þú vilt að Kährs eyði einhverjum persónuupplýsingum sem þú hefur veitt skaltu senda tölvupóst á webmaster@kahrs.com og skrifa „Delete Personal Info“ á efnislínuna.

Öryggi
Við gerum okkar besta til að hafa hæfilegar öryggisráðstafanir til staðar til verndar gegn tapi, misnotkun eða breytingum á upplýsingum undir okkar stjórn. Athugaðu að persónuupplýsingar þínar kunna að vera fluttar til annarra landa í samræmi við viðeigandi löggjöf um slíkan flutning.

Samskiptaupplýsingar
Ef þú hefur einhverjar spurningar um persónuupplýsingar sem við geymum eða stefnu okkar þar að lútandi skaltu senda tölvupóst á webmaster@kahrs.com.

Efst á síðu