Það er fljótlegt og einfalt að leggja Kährs-viðargólf, sem má þakka framsæknu Woodloc® viðarlæsingarkerfi okkar. Woodloc-kerfið læsir saman fjalirnar svo ekkert bil getur myndast á milli þeirra. Það bætir einnig eiginleika og endingu gólfsins. Búðu þig undir að leggja viðargólfið þitt með því að horfa á kennslumyndbandið okkar og/eða
lesa leiðbeiningarnar okkar.

Áður en þú byrjar

Mikilvægt er að tryggja að rakastigið sé á milli 30-60% á meðan og eftir að gólfið er lagt. Herbergis- og efnishiti ætti að vera á milli 15-23° C svo þú skalt tryggja að gólfefnið sé geymt í umhverfi sem uppfyllir þær kröfur í að minnsta kosti sólarhring áður en það er lagt.

Gakktu úr skugga um að undirlagið sé þurrt, slétt, hreint og traust, og fjarlægðu öll teppi. Hugsanlega er nauðsynlegt að nota rakavörn, en það fer eftir gerð undirlagsins.

Lestu meira um undirbúning undirlags og gólfhitun. Skoðaðu eða sæktu leiðarvísinn okkar.

Kennslumyndbönd

Venjuleg lagning

Læsing

Síðasta röðin

Heilræði

Nokkur hjálpleg ráð

Ef þú hefur lagt harðviðargólf áður þarftu líklega bara nokkur ráð til að auðvelda þér verkið:

  • Fyrst skaltu reikna út hve margar fjalir þú þarft fyrir breidd herbergisins. Ef síðasta röðin mælist innan við 30 mm skaltu saga fyrstu fjölina.
  • Opnaðu nokkra pakka og blandaðu saman fjölunum til að fá góða litadreifingu. Kannaðu hvort gallar séu á fjölunum.
  • Leggðu fjalirnar langsum í herberginu.
  • Gakktu úr skugga um að rými fyrir útþenslu sé milli veggsins og gólfsins.
  • Hliðin með raufinni (langa brúnin) ætti að vísa í átt að herberginu.
  • Leggðu fjalirnar niður með réttum halla (20-30°).
  • Notaðu Kährs handklossa til að tryggja að stuttu samskeytin læsist saman.
  • Gakktu úr skugga um að það séu endasamskeyti á hverri fjöl.
  • Gakktu úr skugga um að það sé a.m.k. 500 mm tilfærsla á endasamskeytum í aðliggjandi röðum.
  • Styttu síðustu fjölina í rétta lengd og byrjaðu næstu röð á bútnum sem varð eftir.

Lestu meira og prentaðu út ráð okkar um lagningu parkets.

Nákvæmar leiðbeiningar

Woodloc® 5S

Leiðbeiningar um lagningu fyrir þau ykkar sem hafa keypt 15 mm þykkt viðargólfefni úr línunum Kährs Original og Kährs Supreme.

Sækja leiðbeiningar um lagningu

Woodloc®

Leiðbeiningar um lagningu fyrir þau ykkar sem hafa keypt 15 mm þykkt viðargólfefni úr línunum Kährs Supreme - Da Capo og Kährs Linnea.

Sækja leiðbeiningar um lagningu

Nót og tappi

Leiðbeiningar um lagningu fyrir þau ykkar sem hafa keypt 15 mm þykkt viðargólfefni úr línunni Kährs ID - Chevron.

Sækja leiðbeiningar um lagningu

Tongue & Groove

Installation instructions for you who have purchased a 15 mm thick wood floor part of Kährs ID - Chevron Collection.

Download installation instructions

Nákvæmar leiðbeiningar

Woodloc® 5S

Leiðbeiningar um lagningu fyrir þau ykkar sem hafa keypt 15 mm þykkt viðargólfefni úr línunum Kährs Original og Kährs Supreme.

Sækja leiðbeiningar um lagningu

Woodloc®

Leiðbeiningar um lagningu fyrir þau ykkar sem hafa keypt 15 mm þykkt viðargólfefni úr línunum Kährs Supreme - Da Capo og Kährs Linnea.

Sækja leiðbeiningar um lagningu

Nót og tappi

Leiðbeiningar um lagningu fyrir þau ykkar sem hafa keypt 15 mm þykkt viðargólfefni úr línunni Kährs ID - Chevron.

Sækja leiðbeiningar um lagningu

Tongue & Groove

Installation instructions for you who have purchased a 15 mm thick wood floor part of Kährs ID - Chevron Collection.

Download installation instructions