There is a license error on this site:
License has expired
The Web site remains functional, but this message will be displayed until the license error has been corrected.

To correct this error:If you do not have a license file, please request one from EPiServer License Center.
Saga Kährs og nýjungar | Kährs

Kährs hefur verið að vinna með við í meira en 160 ár og er í dag einn elsti og framsæknasti parket framleiðandi í heimi.
Löng saga Kährs einkennist af nýjungum sem hafa mótað parket geirann í gegnum árin, allt frá lagskiptum parketborðum yfir í lím-lausa Woodloc® læsinga kerfið.
Kährs er með vörur sínar í yfir 70 löndum og er leiðandi á markaði í Sviþjóð ásamt því að vera með sterka markaðsstöðu í Evrópu og Bretlandi.

Kährs-samstæðan

Kährs á sér langa sögu sem einkennist af fjölda uppfinninga sem hafa mótað allan viðargólfaiðnaðinn á heimsvísu í gegnum árin – allt frá marglaga fjölum til hinna límlausu Woodloc® samskeyta.

Þeirri þekkingu á við sem við höfum viðað að okkur í gegnum árin hefur verið miðlað frá einni kynslóð til annarrar. Við ræðum stöðugt nýjar hugmyndir til að bæta gólfin okkar. Við prófum, reynum og náum að lokum árangri. En markmiðið er alltaf það sama: að finna leiðir til að gera gólfin okkar enn fallegri, sterkari, sjálfbærari og auðveldara að leggja þau.

Við erum stolt af því að fólk um allan heim kann að meta árangur okkur. Í dag má finna gólfefni frá okkur á heimilum, skrifstofum, verslunum, hótelum, tónleikasölum, leikhúsum og íþróttaleikvöngum frá Evrópu og Asíu til Ameríku.

Kährs selur sínar vörur í meira en 70 löndum og er með leiðandi markaðsstöðu í Svíþjóð auk þess að hafa sterka stöðu í Evrópu og Bretlandi.

Kährs er hluti af Kährs Group, sem er leiðandi og framsækið fyrirtæki á sviði viðargólfa og slitsterks gólfefnis án PVC.

 

Lestu meira um Kährs Group

 

Kährs Nybro 1857

Löng saga í Nybro

Árið 1857 var Kährs stofnað í Nybro, lengst inni í sænsku skóglendi, þar sem Johan Kähr eldri kom á fót trésmíðaverkstæði. Í dag, 160 árum síðar, eru höfuðstöðvar okkar enn í þessum litla sveitabæ.

Sjálfbær hugsun í fyrirrúmi

Árið 1919tók Gustaf Kähr, barnabarn stofnandans, við fyrirtækinu og breytti nafni þess í AB Gustaf Kähr. Með hann við stjórnvölinn þróaðist fyrirtækið og varð mikilvægur og framsækinn framleiðandi hurða, leikfanga, húsgagna og gólfefnis úr við. Gustaf helgaði sig því að finna skilvirkar leiðir til að nota hráefni úr við með sjálfbærum hætti og bæta stöðugleika viðar sem notaður var sem byggingarefni.

Parketgólfefni 

Árið 1941fékk Kährs einkaleyfi á uppfinningu sinni, hinu marglaga gólfefni. Eftir seinni heimsstyrjöldina blómstraði heimamarkaðurinn og margar fjölskyldur byggðu sér sín eigin hús. Það hafði í för með sér aukna eftirspurn eftir parketgólfefni, sem þótti nauðsynlegt í þeim hlutum hússins þar sem gestkvæmt var.

Verksmiðjulökkuð gólf

Árið 1958 voru fyrstu verksmiðjulökkuð gólfin framleidd, byggt á aðferðum sem Kährs innleiddi. Áður voru gólf lögð og slípuð áður en þau voru lökkuð á staðnum. Framleiðsla á verksmiðjulökkuðu gólfefni krefst mikillar nákvæmni til að tryggja að yfirborð þess sé slétt og fellt.

Einkaleyfi á íþróttagólfi

Árið 1965 fékk Kährs einkaleyfi á glænýrri samsetningu á íþróttagólfi. Fjalir voru negldar á sveigjanlegt battingakerfi og þannig fékkst gólf sem gat tekið við höggum og brást við íþróttaiðkun með samræmdari hætti.

Stækkun á heimsvísu

Á 9. áratug síðustu aldarfærði Kährs út kvíarnar, byrjaði á nokkrum mörkuðum í Evrópu, þar á meðal á Norðurlöndum, Þýskalandi og Frakklandi, sem og í Bandaríkjunum. Á miðjum tíunda áratugnum færði Kährs sig einnig inn á markaði í Austur-Evrópu og Asíu, eins og í Rússlandi og Kína.

Framleiðsla án leysiefna

Árið 1984 varð Kährs fyrst gólfefnaframleiðenda til að geta stært sig af því að nota engin leysiefni í sinni framleiðslu, eftir að hafa sett sér umhverfisstefnu löngu áður en það varð viðtekin venja í þeim bransa.

Ný kynslóð viðargólfefna

Árið 1995 kynnti Kährs nýja kynslóð viðargólfefna: Linnea hefur þunnt viðarlag á yfirborðinu en er samt sterkt, endingargott og auðvelt að leggja.

Umhverfisvottanir

Árið 1997 öðlaðist Kährs ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðalinn. Afgangsviður úr skógarhögginu er notaður til upphitunar byggðarlagsins umhverfis verksmiðjuna. Farið er með öskuna sem verður eftir til baka í skóginn og hún notuð sem áburður.

Heimsins fyrsta límlausa viðarlæsing

Árið 1999 kynnti Kährs til sögunnar fyrsta viðargólfefni heims með hinu límlausa Woodloc® viðarlæsingarkerfi. Uppfinningin var álitin byltingarkennd og skilaði sér í hraðvirkari lagningu og fullkomnum árangri.

Ný gerð íþróttagólfs

Árið 2004 hóf Kährs framleiðslu á nýrri gerð íþróttagólfefna. Kostirnir eru meðal annars þeir að hægt er að leggja það hraðar en áður og yfir stærri svæði. Gólfefnið uppfyllti alþjóðlegan staðal fyrir íþróttagólf og er notað á mörgum stórviðburðum í íþróttum.

Woodloc® 5S viðarlæsingin

Árið 2009 hóf Kährs framleiðslu á næsta stigi Woodloc® læsingarkerfisins – Woodloc® 5S. Þetta nýja kerfi gerir lagningu enn fljótlegri og sveigjanlegri auk þess sem úr verður sterkara gólf.

Tveggja laga viðargólfefni kynnt til sögunnar

Árið 2013 setti Kährs á markað Master, háþróað tveggja laga viðargólfefni. Þrjár útfærslur eru fáanlegar: Lítið, meðalstórt eða stórt snið.

Hátæknileg þjarkavædd samsetningarlína

Árið 2015 var byltingarkennd samsetningarlína tekin í gagnið í verksmiðjunni í Nybro, hátæknileg og þjarkavædd. Samsetningarlínan gerir kleift að yfirfæra hönnun sem forrituð er fyrirfram á sérhvern planka fyrir sig.

160 árum fagnað

Árið 2017 var 160 árum fyrirtækisins fagnað með því að kynna fjölda nýrra, framsækinna gólfefna. Langtímaviðleitni okkar tryggir hámarkssjálfbærni í öllu framleiðsluferlinu og lífsferli viðargólfs – frá hráefni til endurvinnslu.