Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að velja viðargólfefni frá Kährs. Viður er umhverfisvænasta, fallegasta og fjölhæfasta gólfefni sem í boði er. Viður færir jafnvel mínímalískustu rýmum hlýju ásamt því að auka áhrif hefðbundnari rýma. Tískustefnur koma og fara, en gæði og stíll detta aldrei úr tísku. Það eru ástæðurnar fyrir því að Kährs viðargólfefni mun alltaf eiga vel við. Kährs stendur fyrir gæði, hönnun,  nýbreytni, umhverfi og sjálfbærni.

Númer 1 - Löng hefð

Elst og hugmyndaríkust

Kährs er elsti viðargólfefnaframleiðandi í heimi sem er enn starfandi, með sögu sem nær aftur til ársins 1857. Jafnframt er Kährs hugmyndaríkasti framleiðandinn og leiðandi í þróun nútímalegra viðargólfefna.

Kährs var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki fyrir meira en 160 árum á sjálfbæran hátt í smábænum Nybro í Suður-Svíþjóð – svæði sem er þekkt fyrir náttúrulega fegurð, gróft landslag og þétta skóga.

Eik úr næsta nágrenni

Bróðurpartur hráefnisins sem við notum vex við hliðina á aðalverksmiðjunni í Svíþjóð, á svæði þar sem mikið er af eik og fleiri trjám er plantað en eru felld. Þetta gefur okkur tækifæri á að sjá til þess að eikarbjálkarnir séu framleiddir á sjálfbæran hátt.

Númer 2 - Flestar nýjungar

Fyrsta viðargólfefnið

Árið 1941 fékk Kährs einkaleyfi á hinu marglaga viðargólfefni – fyrsta tilbúna viðargólfefni heims. Samsetningin tryggir að gólfið skemmist ekki við árstíðabundnar rakasveiflur.

Besta viðarlæsingin

Árið 1999 varð Kährs fyrsti gólfefnaframleiðandinn til að kynna límlausa viðarlæsingarkerfið – hið hugvitssamlega Woodloc® kerfi. Þetta kerfi umbylti viðargólfefnamarkaðnum. Með Woodloc® 5S viðarlæsingunni hefur þetta kerfi verið fullkomnað enn frekar.

Öflugt yfirborð

Við hjá Kährs höfum gert fjölmargar prófanir og lagt okkur öll fram við að finna yfirborðsmeðhandlanir sem eru nógu sterkar til að þola daglegt slit en um leið nógu þunnar til að kalla fram náttúrulega fegurð viðarins. Öll okkar yfirborðsmeðhöndlun er laus við leysiefni, formaldehýð og ísósýanat.

Númer 3 - Óendanlegir hönnunarmöguleikar

Óendanlega mörg tilbrigði

Hver sem stærð eða stíll rýmisins er býður Kährs alltaf upp á gólfefni sem mun gera það betra. Gólfefnin eru í boði í miklu úrvali lita, viðartegunda, stærða, munstra og frágangi.

Olía eða lakk

Lokaniðurstaðan hvað varðar bæði viðkomu og útlit byggir á yfirborðsmeðhöndluninni. Kährs býður upp á marga möguleika. Silkimatta lakkið gerir yfirborðið slétt, ultra-matta lakkið lætur það líta út fyrir að vera ómeðhöndlað, á meðan olía gefur gólfinu yndislega náttúrulegt yfirbragð.

Skynfæri og skynbragð

Burstað, handheflað, fasað, silkimjúkt eða ultra-matt. Hver Kährs-planki er einstakur og meðhöndlaður sérstaklega með hliðsjón af kvistum og æðamunstri.

Númer 4 - Fegurð með samvisku

Græn vara

Lagskipt samsetning Kährs verður til þess að viðurinn er nýttur eins vel og mögulegt er. Frá verksmiðjunni í Nybro fer ekkert til spillis. Allur afgangur af við, svo sem börkur, sag og viðarspænir, fara til orkufyrirtækis á staðnum. Um 6.150 sænsk heimili njóta árlega hlýju frá viðarafgöngunum okkar.

Vistfræðileg nálgun

Sænsk arfleifð Kährs einkennir allt sem fyrirtækið stendur fyrir, bæði hvað varðar umhyggju fyrir umhverfinu og að veita gæðum og hönnun sérstaka athygli. Þetta aflaði fyrirtækinu ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum fyrir meira en áratug síðan.

Hrein framleiðsla

Framleiðsluferli Kährs hefur verið hannað til að hafa lágmarksáhrif á umhverfið. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið kynnt til sögunnar fjölda nýjunga á sviði gólfefna og framleiðslu sem hafa auðveldað ábyrgari græna framleiðslu.

Númer 5 - Tryggð ánægja

Treystu gólfinu þínu.

Kährs hefur framleitt lagskipt gæðagólfefni í yfir 60 ár - gólfefni sem hafa verið fullkomnuð með tímanum. Af þessum sökum getum við boðið upp á víðtækari tryggingar en nokkur annar gólfefnaframleiðandi. Samhliða alhliða umönnunar- og viðhaldsleiðum býður Kährs upp á tryggingar sem gilda í allt að 30 ár.

Virkar vel með gólfhitun

Kährs-gólfefni virka fullkomlega með gólfhita. Ein ástæða þess eru sterkar Woodloc-viðarlæsingarnar, önnur er stöðugir og vel samsettir plankarnir.

Númer 6 - Heildarlausnir

Heildarlausnir

Kährs býður upp á heildarlausnir í gólfefnum þar sem hvert smáatriði – frá gólflistum að miklu úrvali lagningar- og viðhaldsvara – hefur verið hannað til að auka fegurð og styrk gólfsins.

Fullkominn frágangur

Oft skipta smáatriðin mestu máli. Þetta á við um Kährs-gólfefni, þar sem hámarksfærni og -verkkunnátta liggur í hverju smáatriði, einnig í gólf- og skrautlistum.

Umhirða og viðhald

Úrvalið sem Kährs býður upp á til umhirðu og viðhalds inniheldur allt sem þú þarft til daglegra nota og einnig til reglubundins viðhalds á gólfinu. Það inniheldur einnig vörur fyrir skemmd gólf.

VIÐ SELJUM GÓLFEFNIN OKKAR Í YFIR 70 LÖNDUM

VIÐ HÖFUM UNNIÐ MEÐ VIÐ Í YFIR 160 ÁR

YFIR 50 SKOÐANIR Á HVERJUM PLANKA MEÐAN Á FRAMLEIÐSLU STENDUR

YFIR 150 GÓLFEFNI MEÐ UMHVERFISMERKINU SVANINUM