Eins og við á um margar aðrar vörur þarf að sinna ákveðnu viðhaldi til að halda gólfinu í góðu ástandi. Með réttu viðhaldi heldur harðviðargólfið þitt fegurð sinni um ókomin ár. Ljós gólf eru yfirleitt viðkvæmari fyrir sliti en dökk og krefjast þess vegna tíðari þrifa og viðhalds. Gólfin okkar eru slitsterk og auðvelt að halda þeim hreinum, en það eru nokkur atriði sem þú þarft að hafa í huga.

Verðu gólfið gegn óhreinindum

Haltu möl og sandi fyrir utan

Það fyrsta sem þú getur gert fyrir viðargólfið þitt er að fá góða dyramottu til að þrífa og þurrka skó áður en komið er inn. Best er að hafa mottu bæði fyrir innan og utan dyrnar

Settu verndarpúða undir húsgögn

Settu mjúka púða undir borð- og stólfætur og gættu þess að þeir detti ekki af. Ekki nota málmhlífar þar sem þær geta slitið og rispað gólfið.

Ljós gólf krefjast meiri athygli

Ef þú ert með ljóst viðargólf þarftu að þrífa það aðeins oftar þar sem það er viðkvæmara fyrir álagi.

Þrif og viðhald

Þrif á harðviðargólfefni

Þurrþrif eru besta leiðin til að þrífa harðviðargólf, ekki blautþrif. Ryksugaðu og sópaðu gólfið reglulega og notaðu stundum rakan en vel undinn klút/moppu. Bestan árangur gefur að nota Kährs Cleaner uppleyst í vatni eða Kährs Spray Cleaner sem er tilbúið til notkunar. Gólfið ætti að þorna innan mínútu ef þú hefur notað rétt magn af vatni. Mundu að gólf úr beyki og hörðum hlyn eru sérlega viðkvæm fyrir raka.

Blettir fjarlægðir

Fjarlægðu bletti eins fljótt og auðið er með Kährs Cleaner uppleystu í vatni. Forðastu hreinsivökva sem innihalda ammóníak.

Olíuborin gólf: Það getur leitt til aflitunar ef notaðir eru sterkir blettaeyðar eða ef burstað er fast. Berðu Kährs Satin Oil á hreint svæðið. Ef það er litamunur eftir að bletturinn er hreinsaður geturðu notað litaða Kährs Touch-up olíu.

Lökkuð gólf: Það getur haft áhrif á lakkið ef notaðir eru sterkir blettaeyðar eða ef burstað er fast. Lestu heilræði okkar um að fjárlægja erfiða bletti á bls. 18 í viðhaldsbæklingnum okkar.

Heilræði um viðhald á viðargólfum

Meðhöndla skal olíuborin gólf strax eftir lagningu og árlega eftir það. Hægt er að hressa upp á bæði olíuborin og lökkuð gólf þegar erfitt verður að þrífa gólfið eða ef yfirborðið rispast eða verður dauft. 

Olíuborin gólf: Notaðu Kährs Satin Oil.

Lökkuð gólf: Notaðu Kährs Lacquer Refresher.

Dældir og rispur

Viðgerðir - Olíuborin gólf

Notaðu Kährs Satin Oil fyrir grunnar dældir og rispur. Notaðu Kährs Touch Up Oil fyrir dýpri rispur. Ef um mjög djúpar dældir, rispur eða brot er að ræða skaltu fyrst fylla upp í þau með Kährs Hard Wax eða Kährs Wood Filler.

 

Viðgerðir á olíu- og vaxbornu viðaryfirborði

Viðgerðir - Lökkuð gólf

Notaðu Kährs Lacquer Refresher fyrir grunnar dældir og rispur. Notaðu Kährs Touch Up Lack fyrir dýpri rispur. Ef um mjög djúpar dældir, rispur eða brot er að ræða skaltu fyrst fylla upp í þau með Kährs Hard Wax eða Kährs Wood Filler.

Viðgerðir á lökkuðu viðaryfirborði