Kährs viðargólfefni koma með þrenns konar mismunandi samsetningu:
þriggja laga, tveggja laga og spónlagt.

Valið veltur á því hvort þú vilt geta slípað gólfið á nýjan leik - og hvort best sé að leggja það með viðarlæsingu eða líma það niður.

Innleiðsla Kährs á lagskiptum viðargólfefnum skilaði sér ekki einungis í traustari vöru heldur varð einnig til þess að farið var að nota hráefni á umhverfisvænni hátt.

Þriggja laga gólfefni

Þriggja laga gólfefnin okkar samanstanda af yfirborðslagi, kjarnalagi og undirlagi. Helsti efniviður er furu- eða greniþynnur. Heildarþykkt gólfefnisins er 15-20 mm. Yfirborðslagið má slípa 3-4 sinnum. Þriggja laga gólfefnin okkar má bæði líma niður eða leggja fljótandi á sléttan, harðan flöt á borð við steypu, spónaplötu og við.

Sjá þriggja laga gólfefnin okkar

Tveggja laga gólfefni

Tveggja laga gólfefnin okkar samanstanda af yfirborðslagi og undirlagi. Helsti efniviður er furu- eða greniþynnur. Heildarþykkt gólfefnisins er 9-11 mm. Yfirborðslagið má slípa 3-4 sinnum. Tveggja laga gólfefnin okkar á að leggja með því að líma niður.

Sjá tveggja laga gólfefnin okkar

Spónlagt gólfefni

Spónlögðu gólfefnin okkar samanstanda af þremur lögum: yfirborðslagi, kjarnalagi og undirlagi. Helsti efniviður er HDF. Heildarþykkt gólfefnisins er 7 mm. Þessi gólfefni ætti ekki að slípa. Þau eru lögð fljótandi á sléttan, harðan flöt á borð við steypu, spónaplötu og við en má einnig líma niður.

Sjá spónlögðu gólfefnin okkar