Hjá Kährs þróum við í sífellu nýjar leiðir til að kalla fram fegurð og nýja hönnun í viðargólfefnaúrvalinu okkar og aukum þannig möguleikana fyrir persónulegt val fólks. Við getum bætt útlit og viðkomu viðargólfanna okkar með margbreytilegum aðferðum.

Burstun

Með því að bursta yfirborðið næst náttúruleg uppbygging æðamynstursins vel fram og áferð viðarins verður áberandi. Áhrif burstunar eru ólík eftir viðartegundum. Burstun er gerð með mismunandi efnum eftir því hvaða harka á við og er hún jafnan gerð á sama tíma og önnur meðferð á borð við bæsingu og fösun á brúnum.

Sjá burstuðu gólfin okkar

Bæsing

Bæsing skerpir náttúrulega litartóna viðarins til muna. Hún gerir okkur einnig kleift að bera á nýja liti og breyta þannig algjörlega útliti viðarins. Kährs býður upp á fjölbreytta bæsingu - frá fölhvítu til djúpra kolatóna.

Sjá úrval viðargólfanna okkar

Fasaðar brúnir

Fasaðar brúnir á eins stafa fjölum gefa einstakt útlit. Kährs býður upp á fjölda gólfefna með fösuðum brúnum á mismunandi stigum, allt frá smáfösun - létt slípun og styrking brúna með sandpappír - yfir í svipmikla fösun brúna bæði á lengdina og breiddina sem gefur áberandi og gróft útlit.

Sjá viðargólfin okkar með fösuðum brúnum

Handheflun

Mismunandi áhöldum til að skafa og pússa timbur er beitt til að láta nýtt viðargólf líta út eins og tíminn hafi sett svip sinn á það. Mikil handavinna fer í að gefa hverju gólfi þetta hrjúfa yfirbragð.

Sjá handhefluðu gólfin okkar

Reyking

Þessi aðferð breytir lit og blæbrigðum hvers planka. Það eru tvö stig reykingar: létt reyking og full reyking, sem er talsvert dekkri.

Sjá reyktu gólfin okkar

Sagarför

Þetta ferli felur í sér það sama og handheflun. Til viðbótar eru gerð för í yfirborðið til að líkja eftir röndum eftir keðjusög.

Sjá viðargólfin okkar með sagarförum