Náttúran er undursamlegur skapari fjölbreytninnar. Viður hefur ólíkan lit, sérkenni og mynstur eftir því hvaðan af trénu hann kemur.

Til að nýta okkur það höfum við þróað sérstakt kerfi til að skoða og flokka sagað timbrið eftir sérkennum og útliti. Burstað, fasað, mætt, matt eða háglansandi. Kährs gefur hinu hefðbundnu viðargólfi nútímalegan blæ og með sérstökum aðferðum okkar gefum við því aukna vídd og sérkenni.

Gólfefnin okkar eru í boði í fjölmörgum viðartegundum og að auki með mismunandi mynstri og litbrigðum því sérkenni viðarins eru einnig mikilvæg fyrir heildarútlitið. Áralöng reynsla okkar í framleiðslu viðargólfefna gerir okkur kleift að framleiða og bjóða upp á gólfefni með fjölbreyttu útliti, yfirbragði og stíltegundum.

Yfirborðsmeð- höndlun

Það er mjúkt og hlýtt að ganga um á viðargólfi. Heildarupplifun hvað varðar bæði viðkomu og útlit byggir þó á yfirborðsmeðhöndluninni.

Lökkuð og olíuborin gólf

Hönnunareigin- leikar

Við þróum í sífellu nýjar leiðir til að kalla fram fegurð og nýja hönnun í viðargólfefnaúrvalinu okkar og aukum þannig möguleikana fyrir persónulegt val fólks.

Mismunandi hönnunareiginleikar

Fjalamynstur

Plankagólfefni, tveggja eða þriggja stafa fjalir eða mynsturlagðar fjalir. Við bjóðum upp á heilmikið úrval svo þú getir ákveðið yfirbragðið í rýminu þínu.

Plankar og mynstruð gólf

Áferð

Viðargólfefnin okkar eru í boði með mismunandi áferð og hver þeirra hefur ákveðin sérkenni. Áferðin fer eftir því hvaða hluti trésins er notaður þegar hver fjöl er framleidd.

Stílhrein og áberandi gólf