Kährs viðargólfefni koma með þrenns konar mismunandi viðarlæsingu: Woodloc® 5S, Woodloc® og nót og tappa.

Árið 2000 hófum við framleiðslu á Woodloc® – fyrsta límlausa viðarlæsingarkerfi heims. Þetta hugvitssamlega kerfi læsir saman fjalirnar svo ekkert bil getur myndast á milli þeirra.

Árið 2010 hóf Kährs framleiðslu á næsta stigi Woodloc® læsingarkerfisins – Woodloc® 5S. Nýja kerfið gerir lagningu enn fljótlegri og sveigjanlegri auk þess sem úr verður sterkara gólf.

Woodloc® 5S

Woodloc® 5S verður til þess að ákaflega fljótlegt og auðvelt er að leggja Kährs gólfefni. Woodloc® 5S er nýjasta útgáfa Woodloc®, hugvitssamlega viðarlæsingarkerfinu sem er laust við lím og gerir samskeyti sterk.

 • Sterkustu samskeyti sem völ er á
 • Fljótlegt og auðvelt að leggja
 • Þolir vel breytingar á hita- og rakastigi
 • Engin bil
 • Nær yfir 75% stærri flöt án þess að nota þurfi þenslurauf
 • Nota má gólfið strax eftir að það hefur verið lagt
 • Auðvelt að fjarlægja gólfefnið (ef það var lagt fljótandi)
 • Fáanlegt með Kährs-gólfefnum í 15 mm og 30 mm þykkt.

Woodloc®

Límlaus viðarlæsing.

 • Fyrsta límlausa viðarlæsingarkerfi heims – fyrst fáanlegt árið 2000
 • Fljótlegra og auðveldara að leggja en með hefðbundinni lagningu sem þarfnast líms
 • Þolir vel breytingar á hita- og rakastigi
 • Engin bil
 • Nota má gólfið strax eftir að það hefur verið lagt
 • Auðvelt að fjarlægja gólfefnið (ef það var lagt fljótandi)
 • Fáanlegt með Kährs-gólfefnum í 7 mm, 10 mm og 15 mm þykkt.

Nót og tappi

Þetta er hefðbundna aðferðin.

 • Þarfnast líms. Verður að fá að þorna fyrir notkun eftir að það hefur verið lagt
 • Fáanlegt með Kährs-gólfefnum í 20 mm þykkt.
 • Fáanlegt með Kährs-gólfefnum í 13  mm þykkt.

Tongue & Groove

This is a traditional tongue and groove construction.

 • Needs glue. Allow it to dry before use, following installation
 • Suitable for Kährs 20 mm floors